Gunnar Kvaran og Selma Guðmundsdóttir - Elegía

Elegía er meistaraverk þeirra Gunnars Kvaran sellóleikara og Selmu Guðmundsdóttir píanóleikara. Á Elegíu eru 20 saknaðarljóð, þar sem sellóið er í hlutverki ljóðsins og píanóið veitir því ramma.

Verkin eru fjölbreytt - allt frá Schubert til Sigfúsar Einarssonar. Flutningur þeirra Gunnars og Selmu er tilfinningaþrunginn og lætur engan ósnortinn. Elegía er nú endurútgefin eftir að hafa verið ófáanleg um nokkurra ára skeið.