System.Exception: StaticFileFormInstances::SelectOne::Error occured. ---> System.InvalidCastException: Specified cast is not valid. at Disill.Modules.StaticFileForm.DB.StaticFileFormInstances.SelectOne() --- End of inner exception stack trace --- at Disill.Modules.StaticFileForm.DB.StaticFileFormInstances.SelectOne() at Disill.Modules.StaticFileForm.StaticFileForm.CreateChildControls()
Og nú blómstrar á ný, á víðfemum söngekrum Hljómanna. Uppskerutíminn er hér og nú og fyrir oss öll að njóta. Tólf splunkuný Hljómalög. Hvað er það sem kemur af stað þessu ótrúlega ferli fæðingar hugmyndar? Mótunar hennar og síðan fullsköpunar. Hvað er það sem fær söngstef Hljómanna til að læðast ljúflega inn í sálir okkar? Líma sig þar og við í varnarleysi okkar vitum, ekki fyrr en við erum öll farina að syngja með, föst í einhverjum fallegum millikafla sem við náum ekki úr höfði okkar. Hvað er þetta annað en galdur?
Ég held að galdurinn verði til við þríþættan samruna. Þegar lögin, sem verða til í smiðju snillingsins Gunnars Þórðarsonar, fara í gegnum áralanga samhæfingu félaganna, prýddir textum frábærra höfunda, þá gerist eitthað. Þau fá vængi, hefja sig einhvern vegin hátt til lofts, ekki aðeins á öldum ljósvakans heldur einnig á öðrum stöðum. Hefja hugi okkar hátt í átt til gleðinnar. Stytta okkur stundir, létta okkur lífið. Sameina sálir okkar í keflvísku bítli, söngvum sem lifa um ókomin ár. Lengi lifi Hljómar! Megi þeir halda áfram að gleðja okkur langt fram eftir nýhafinni öldinni.
Í háloftum rússneskrar lofthelgi, haustið 2004
Óttar Felix Hauksson