Guitar Islancio - Icelandic Folk
Ný útgáfa með snillingunum í Guitar Islancio er komin til landsins. Hér fara þeir Björn Thoroddsen, Gunnar Þórðarson og Jón Rafnsson bassaleikari á kostum ásamt kanadíska trompetleikaranum Richard Gillis, sem sem er gestaleikari á þessari hljómplötu.Þessi diskur hefur áður komið út í Kanada, þar sem hann hlaut afbragðs dóma og ágætar viðtökur. Hróður Guitar Islancio hefur borist víða um heim, iðulega berast fyrirspurnir um efni með þeim frá erlendum útvarpsstöðvum. Skemmtileg túlkun þeirra á íslensku þjóðlögunum nýtur hvarvetna hylli á sviði heimstónlistar og hefur tónlist þeirra m.a. náð inn á útvarpsstöðvar í Kanada, Bandaríkjunum, Svíþjóð, Kína og Japan. Diskurinn er frábær tónlistargjöf fyrir alla vini og vandamenn á erlendri grund