Ópið

lag: kk & magnús eiríksson, texti: magnús eiríksson

heyrirðu ekki ópið
óp úr eyðimörk
frá manneskju sem hefur
þolað hundrað þúsund spörk

heyrirðu ekki ópið
inni í höfði þér
þegar lífsins stríði straumur
burt af leið þig ber

hamingjan er hverful
njóttu þess sem er
meðan náðarsólin
skín á skalla þér

heyrirðu ekki ópið
óp úr eyðimörk
frá manneskju sem hefur
þolað hundrað þúsund spörk

kk: söngur, gítar
magnús eiríksson: gítar
ásgeir óskarsson: tromma