Kvótinn

lag: trad. blues
texti: magnús eiríksson

ég á trillu og allt sem þarf,
sjómennskuna ég fékk í arf
en ég á engan kvóta
og fæ engan kvóta
ég fæ ekki að veiða og verð að fá mér annað starf

sjómannssonur, ættleri
langt uppi í landi er mitt akkeri
en ég á engan kvóta
og fæ engan kvóta
og veiðileyfi handa mér í kerfinu það finnst ekki

alla sína ævi var hann pabbi á sjó
úr djúpi bláu margan fiskinn dró
en hann átti engan kvóta
og fékk engan kvóta
ég erfði engan kvóta daginn sem hann pabbi dó

kk: söngur og gítar
magnús eiríksson: söngur og gítar
ásgeir óskarsson: trommur og slagverk
haraldur þorsteinsson: bassi
eyþór gunnarsson: congatrommur og hristur